Finndu gulltannkremið og þú færð 100.000 kr í verðlaun

Við höfum falið 3 túpur af gylltu Jordan tannkremi í hillum Nettó, Hagkaups og Fjarðarkaup. Þeir sem finna gulltannkremin hljóta bankakort sem inniheldur 100.000 kr í verðlaun.
Leikurinn stendur til 31. október, eða þangað til öll gulltannkremin hafa fundist.

SKILMÁLAR LEIKS

1. Allir 18 ára og eldri, búsettir á Íslandi geta tekið þátt í leiknum (nema starfsfólk John Lindsay hf og þeirra nánasta fjölskylda). Með þátttöku samþykkir þátttakandi skilmálana.
2. Leikurinn stendur frá 29. ágúst til 31. október, eða þar til öll þrjú gylltu tannkremin eru fundin (fyrir 31. október).
3. Þeir sem kaupa tannkrem frá Jordan sem inniheldur gyllt tannkrem, þurfa að senda tölvupóst á lindsay@lindsay.is eða senda skilaboð á Facebook-síðu eða Instagram síðu Jordan á Íslandi til að láta vita.
4. Verðlaun: Fyrir hvern þann sem kaupir tannkrem sem inniheldur gyllt tannkrem vinnur debitkort frá Landsbankanum með 100.000 krónu innistæðu.
5. John Lindsay hf. og Orkla áskilja sér rétt til að hætta leiknum eða halda eftir verðlaunum ef það telur sigurvegara óhæfan eða grunar óheiðarleika af einhverju tagi.
6. Fyrirvari: Orkla og aðrir samstarfsaðilar í þessari keppni bera enga ábyrgð á prentvillum eða öðrum misskilningi fyrir slysni.
7. Persónuupplýsingar vinningshafa eru unnar í samræmi við persónuupplýsingalöggjöf/GDPR, og eingöngu til að framkvæma keppnina. Persónuverndarupplýsingar eru veittar á skráningarsíðunni og er hægt að fá þær þegar þú hefur samband við Orkla.
8. Skipuleggjandi leiksins er John Lindsay hf. í samvinnu við Orkla.